From one country to another I explore every site and speak to all their lovely people.
Monday, June 23, 2008
Austur Evrópa
Loksins er ég komin á nýjar slóðir. Það er búið að vera fjör í vestur evrópu en hún er samt svo venjuleg. Frá Austurríki fór ég til Feneyja á Ítalíu og var þar í 2 daga. Ég gisti á hosteli og naut þess að vera ein með sjálfri mér. Feneyjar eru yndislega, furðulega, falleg borg. Hún meikar ekkert sense. Engir bílar, bara bátar og örmjóar göngugötur. Eftir Ítalíu fór ég til Króatíu. Eina lestin sem fór þangað var til Zagreb, höfuðborgarinnar og það að næturlagi. Svo eftir lítin lestarsvefn kom ég til borgarinnar kl 4:30. Bögglaðist með bakpokann minn fram og til baka af lestarstöðinni til rútustöðvarinnar og aftur til baka. Fékk rútumiða um kvöldið til Dubrovnik, syðst á strandarlengju Króatíu. þá var klukkan rétt um 6 leytið og ég valsaði um og skoðaði borgina sem enn þá svaf. Ég notaði svo allan daginn til að grandskoða þessa ágætu borg. Hún er falleg og snyrtilega en þó ekki með þeim stórkostlegri sem ég hef séð. Um kvöldið ákvað ég, þó enn væri langt í rútuna, að fara upp á rútustöðina og bíða. Þá fattaði ég að miðinn minn væri horfinn. Ég hafði misst hann einhvers staðar yfir daginn of þurfti að kaupa nýjan. Jeij. Svo loksins, loksins kl 11 um kvöldið lá leið mín til Dubrovnik. 10 tímum síðar eftir aðra svefnlitla nótt var ég komin á áfangastaðinn. Sólin tók á móti mér og 30 stiga hiti. Ég var kát. Kát þangað til að ég fann ekki hostelið mitt og enginn svaraði símanum. Eftir frekara ströggl um bæinn í leit að öðrum svefnstað gat ég loksins látið frá mér farangurinn og fór að skoða stórmerkilega bæinn sem Dubrovnik er. Gamli bærinn er enn í svipuðu standi og fyrir öllum þessum árum þegar það var virki allsstaðar í kring og enginn mátti koma inn. Að labba ofan á veggjunum var líka merkilegt því það er enn þá fólk sem býr þarna. Mörg hundruð túristar með myndavélarnar að vopni og svífast einskis. En locallinn virðist ekki láta þetta trufla sig mikið, hengja nærbuxur og sokka út á snúru og horfa á mannlífið ber að ofan. Þetta kvöld sofnaði ég sennilega rétt um 8 leytið. Algjörlega búin á því. En daginn eftir skoðaði ég Lokrum eyjuna, friðuð eyja með virkjum og nektarströnd. Dubrovnik er algjört æði. Sé bókað ekki eftir að hafa farið þangað. En eftir hana var Sarajevo. Bosnia & Hercegovina. Þar couchsurfaði ég hjá Emre, vinalegum gaur frá Istanbúl en hefur búið í Sarajevo í tæpt ár. Hann gaf sér góðan tíma til að sýna mér bæinn og ég smakkaði allan local matinn, thað er Búrek, cévapi, turkish kaffi og fleira. Reyndar ekki mikið meira því fólk étur nánast bara þetta á hverjum degi. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta öðruvísi en bragðgott, orkusprengju sullumbull. Ég hitti fyllt af vinum hans og félögum. Þar á meðal lögreglumann frá Tyrklandi sem hefur búið víðsvegar í evrópu og er algjör sögu brunnur. Ég lærði helling frá honum um sögu Sarajevo og um Balkan löndin. Svo keypti ég mér rútumiða til Belgrade, Serbíu fyrir fimmtudaginn kl 6 um morguninn og allt í góðu. Þangað til ég svaf yfir mig og missti af rútunni. Ég var þannig þvinguð til að eyða öðrum degi í þessari æðislegu borg. Svo á föstudeginum komst ég loksins til Serbíu þar sem planið var að couchsurfa líka. Ég kom til Belgrade kl 1 um hádegi, henti dótinu í geymslu og spekkaði borgina með Jenny, þessari últra kammó kanadísku gellu, sem ég hitti í rútunni. Ég var að bíða eftir að hostin mín, ungt par, kæmu heim úr vinnunni og Jenny var að bíða eftir lest til Sofia, Búlgaríu til að sjá uppáhalds DJ-inn sinn. Þegar ég komst loksins í heimahúsið tóku þau Ana og Miljan vel á móti mér og voru æði. Við sátum inni í stofunni þeirra og horfðum á Króatía-Tyrkland, drukkum bjór og "Rakía" og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, þó aðalega um sögu the balkans. Félagi þeirra Andre frá Frakklandi var meðal okkar líka og þetta var awesome chill. Seint seint og síðar meir þegar Ana var komin upp í rúm, Miljan á leiðinni þangað og allir saddir eftir svívirðilega stóru serbísku börgerana ákváðum við Andre að kíkja út á lífið. Þegar þangað var komið var lítið fjör eftir í borginni og allt að deyja og loka. Eftir mikið vals og skröllt, týnda síma og spjall, ákváðum við að láta gott heita. Klukkan var þá orðin 7 og sólin farin að skína. Ég svaf til hádegis og fór þá með Ana og Miljan á báta restaurant, fengum okkur hressingu og héngum í anda "Hallara", ekkert stress. Svo fór Ana að vinna en Miljan sýndi mér helstu merkisstaði borgarinnar og var hinn fullkomni hóst. Fólkið hérna á þessum slóðum , sem ég hef kynnst so far, eru gull. Ég er fallin í ást af austur evrópu. En eftir að Miljan skutlaði mér á lestarstöðina rétt fyrir 10 um kvöldið, kvöddumst við og ég tók næturlest til Budapest. Þaðan svo aðra lest til Debrecen að heimsækja Fanney Rut sem er á sínu öðru ári í læknisfræðinni. Í gær sýndi hún mér nánasta umhverfið og við spjölluðum um lífð og tilveruna, svo eftir að ég lagði mig, eða réttara sagt steindrapts í 4 klukkutíma eldaði hún dýrindist kjúklingarétt og við snæddum saman í rólegheitum. Núna ætla ég að skoða borgina meira á meðan hún er að læra fyrir lokapróf og á morgun ætla ég aftur til Budapest og halda þaðan áfram ferðalaginu upp til jólasveinalandsins þar sem Sigrún mun bíða mín :)
Wednesday, June 11, 2008
Frá Koben til Thyskalands og thadan til Prague svo til Austurríkis
Long time no blog. Ég hef nú farid vídar en oft ádur á seinustu vikum. Eftir gledi vikuna i Koben med múttu og pútta joinadi Birkir Fjalar flakkid í smá tíma. Vid stoldrudum vid í Koben yfir helgina hja bródir hans sem byr thar. Thad var ekki mikill aesingur á theim dogum, bara hang og notarlegheit. Svo skyndilega ákvadum vid ad ná i rassgatid á Strike Anywhere sem voru ad spila seinustu tónleikana sína a túrnum í Flensburg, Thyskalandi. Loksins, loksins fékk ég ad sjá draumabandid. Tónleikarnir voru fámennir í lítilli kitru en samt sem ádur undursamlegir. Ég var svo sannarlega glod í hjartanu mínu eftir thad kvold. Naesta dag lá leid okkar til Hamburg og gistrum thar i 2 naetur. Algjorlega snilldar borg. Vid lentum á hosteli í svalasta hluta borgarinnar, mikid af ungu fólki alltaf ad chilla á local borum og kaffihúsum. Thad var alltaf eithvad ad sjá bara med ad skrolta um baeinn og anda ad sér menningu og persónuleika hans.
Eftir thad gusum vid til Dresden, austur Thyskalandi og heimsóttum gomlu host-fjolskyldu hans frá árum ádur thegar Birkir var skiptinemi. Without a doubt jafntefli milli theirrar fjolskyldu og fjolskyldu Ásdísar í mest awesome host-fjolskylda úrslitakeppninni. Vid voru thar í rólegheitum í nokkra daga, hittum vini hans og hofdum thad fínt. Svo ákaflega spontant ákvádum vid ad rúnta til Prague ad sjá félaga hans spila á einnig afar fámennum hardcore tónleikum í úthverfi Prague. Vinur hans Birkis reddadi bifreid og svo croshudum vid eina nótt hjá félaga félaga Birkis. Daginn eftir fóru their svo heim en ég vard eftir, fékk ad gista í thessari annars tónu íbúd og spekkadi Prague í tvo daga ein á báti. Eftir thad fór ég til Vienna og var thar í 3 daga. Couch surfadi hjá tveimur últra nice gellum. Ég var ekki fyrr komin inn um dyrnar er thaer voru tilbúnar med dyrindis vegan¡-máltíd. Thaer gáfu sér gódan tíma til ad rádleggja mér um hitt og thetta vardandi borgina. Somuleidis ég, um Ísland, thar sem thaer eru á leidinni thangad í lok júni. Thessar stelpur gerdu sannarlega fyrstu couchsurfing reynsluna mína priceless. En eftir Vienna fór ég til Linz, thar sem Ruth, hostin mín í Vienna, reddadi mér frírri gistingu einnig hjá couchsurfing vinum hennar. Ég var thar í einn dag, skodadi baeinn og átti spaugilega kvoldstund med thessum hressu sófavofrurum. Vid bordudum geggjada vegan-máltíd, drukkum bjór og spiludum "Konur og Karlar". Naesta dag vaknadi ég svo snemma og tók lest til Innsbruck, thar sem Carlos, gamall félagi frá Barcelona, byr núna. Thad er búid ad vera mjog cozy ad chilla med honum, fara í gongur í fjollunum sem eru nánast í bakgardinum, djamma og drekka ískaffi. Innsbruck finnst mér vera óendanlega fallegur baer, sérstaklega vegna thess ad fjollin eru umkringd baeinn sem gefur honum ákvedinn sjarma. En núna er ég á leidinni til Venice. Tek lest eftir smá stund og thadan liggur svo leid mín upp austur evrópu.
Subscribe to:
Posts (Atom)