Friday, March 21, 2008

Skilabod ad handan

Sael ollsomul! Ég er á yndislega subbulegu netkaffi thar sem klósettin virka ekki en ég tími ekki ad fara eitthvert ad pissa og koma aftur thví ég rambladi á tolvu sem ég tharf ekkert ad borga fyrir adganginn, einhver galdratolva. Sídustu dagar hafa verid algjor edall. Sól skein í heidi í gaer og ég og Nina volsudum um smágotur borgarinnar. Ég hef haft thad samt gott ein á báti ad skoda sofn og vera "Birna var ein í heiminum".
Í gaer fórum vid á local barinn okkar sem vid erum búnar ad finna thar sem thjónarnir eru yfir sig ástfangnir af okkur of fagna okkur eins og drottningum í hvert skipti sem vid komum inn. Fáum fría ábót á drykki og fría tapas rétti. Ekki amalegt thegar madur er a spara. Ég kynntist lík ánaegjulegu fólki frá Mexíkó of Japan og fór med theim á pub ad drekka bjór. Stelpan frá Japan er á leidinni til Madridar naesta midvikudag ádur en hún fer til Frakklands í málaskóla og hvatti mig til ad kíkja med henni thangad. Kannski ég láti verda af thví.
Annars er ég med gistingu hér til 27. mars og aetla ad reyna ad komast í fruit picking einhverskonar í apríl. Thar sem krónan er ordin svona svívirdilega lág thá vil ég ekki vera ad eina neinum peningum á thessari stundu. Ekki snidugt fyrir lítinn flakkara úti í heimi sem tharf ad kaupa evrur.
Í dag er fostudagurinn langi og thad eru ad minnsta kosti 3 helgigongur á ýmsum stodum í borginni sem byrja seinna í dag. Merkilegt ad sjá hvernig sumir halda svona rosalega upp á thessa hátíd. Eina sem ég tengi vid páskana er leti, of mikid súkkuladi-át og nintendo 64.
Ég aetla ad fara ad finna mér klósett ádur en ég pissa í buxurnar.

Adios amigos!

2 comments:

Anonymous said...

Var það þá Super Smash Bros eða Mario Kart?

;)

ásdís said...

bæði.

Hér er ekki einu sinni frí í skólanum á föstudaginn langa! en ég fékk frí. því að Villi er að hlaupa um húsið mitt.

jess.

kemuru í heimsókn ást?