Sunday, April 20, 2008

Manchester, UK

Núna er ég búin að vera í Manchester í heila viku. Það var ótrúlega gott að sjá Misato aftur. Hún er sannarlega vinkona for life. Við létum úrkomusama dagana í Annecy ekki á okkur bjáta og löbbuðum í gamla partinum í miðbænum, tókum myndir með regnhlíf yfir okkur þangað til skórnir okkar voru gegnvotir. Þá stukkum við inn á næsta bar og fengum okkur kaffibolla. Merkilegt að í þessum túristalegasta parti bæjarins römbluðum við inn á þennan ekta local bar þar sem allir þekktu alla og stemningin var eins og úr einhverjum comedy þætti. Einnig var okkur boðið í alvöru japanskan hádegismat hjá einni úr skólanum hennar Misato. Þetta var súpa með óendanlega miklu grænmeti og smá kjöti. Það tók heljarinnar tíma að borða þetta en samt var þetta besta næring og orka sem ég hef fengið lengi. Seinasta kvöldið var mjög notarlegt, við fengum okkur rauðvín, ost og baguette, sátum inni í herberginu hennar Misato í dorminu hennar og skiptumst á pönki. Það var eðall. Seinna fórum við á bar með tveimur stelpum úr skólanum hennar, einni frá Singapore, Sherry, og annari frá Seattle, Amy. Við ræddum heimsmálin fram á nótt og áttum góða stund saman. Snemma næsta borgun kvaddi ég Misato í bili og hóf ferðalagið mitt til Manchester, Englandi. Ég er núna alveg komin inn í rútínuna og líkar ágætlega. Allt íeinu hef ég öll þau lífsgæði sem ég hef ekki haft írúman mánuð. Sjónvarp, tölvu, eigið herbergi, bíl og nóg af mat. Ég verð samt að segja að ég hef haft það helvíti gott hingað til án þessara lífsgæða. En ég er samt sátt að vera hér. Ekkert 'rugl' síðan ég kom hingað, það er að segja áfengi og svefn- oghreyfingarleysi. Þau eru með hlaupabretti í bílskúrnum sem ég hef notað grimmt þessa vikuna og einnig er ég búin að finna mér 10 km hring í hverfinu sem ég prufaði í gær. Svo hver veit hvort ég hlaupi ekki bara í Kaupmannarhafnarmaraþoninu eftir allt saman. Ég mun ákveða það fyrir víst eftir allava eina eða tvær vikur. Sjá hvernig formi ég raunverulega er í. En for now er ég í þessu standard lífi. Passa þann yngsta tvisvar í viku allan daginn og svo hjálpa til með allt annað þess á milli. Strákarnir þrír eru hressir og sprækir og það er gaman að fá að vera með þeim þar sem þau búa hér og ekki mikið sem maður fær að sjá af þeim annars. En þangað til næst. Eg er að svo stöddu að horfa á About Schmidt á meðan Ómar litli sefur. Lifið heil elskurnar.

2 comments:

Anonymous said...

About Schmidt er stellar.


Góð B

Unknown said...

-Geturðu ekki endað ferðalagið á að bjóða Misato hingað? og tekið hana í túristun..
..ég á afmæli eftir 4daga..
-en það verður frekar tómlegt án þín.
..geturðu nokuð komið heim í 1 dag?! (A)

kv. smá