Sunday, July 13, 2008

Tímamót

Crossroads. Ég er stödd i landi jólasveinsins og flyg til London á morgun med enga hugmynd um hvad eg geri svo. Frá Drebesen í Ungverjalandi fór ég til Budapest og gisti thar eina nótt á hosteli. Hefdi viljad meiri tíma til ad skoda thessa merkilegu borg en tímathröng til ad komast til Finnlands kom í veg fyrir thad. Ég nádi thó ad skoda hana ansi vel og er pott thett til í ad koma aftur. Á hostelinu kynntist ég tveimur brasilískum systrum á Evrópuferdalagi. Vid skodudum kastalan saman og eldudum pasta um kvöldid. Stjarnfraedilega vinalegar gellur og vid áttum notaregt kvöld med nokkrum amerískum kaudum. Daginn eftir lá leid mín til Bratislava, Slóvakíu. Thar sörfadi ég hjá 18 ára furdulegri gellu og mömmu hennar og systur. Hún var nykomin frá London thar sem hún eyddi heilu ári ad vinna á hóteli, bjó í lítilli kitru og hafdi varla efni á mat né sígarettum. Merkilegt ad vera 17 ára og ákveda ad fara í
thennan pakka. Útlitslega er hún mjög barnaleg en thad er fullt á milli eyrnanna hennar. Hún virkar mjög lifud, lífsreynd og virkar jafnvel bitur og neikvaed eins og manneskja sem veit hvad lífid er mikid ströggl. Einnig hitti ég adra slóvakíska stelpu sem er jafnvel yngri, laerir íslensku og veit hvad hún syngur. Frá Bratislava tók ég naeturlest til Krakáw, en thökk sé vel skipulagda og augljósa lestarkeri Póllands, endadi ég í Varsjá. Thegar ég reyndi ad útskyra fyrir lestar-contrólernum ad ég aetladi til Krakáw og ég vaeri í ruglinu, swingadi thessi vinalega pólska gella inn í umraeduna og bjargadi málunum. Thegar vid komum úr lestinni fór hún med mig út um allar tryssur á lestarstödinni til ad finna annann mida til Krakáw fyrir sem minnstan aur. Thar sem lestarlidid í Póllandi eru meistarar ad skilja núll ensku, var Ula algjör bjargvaettur. Svo ekki nóg med ad redda mér nyjum mida, tók hún mig ekki
nidur í gamla baeinn í Varsjá og fraeddi mig um heima borgina sína thangad til hún thurfti ad maeta í vinnuvidtal. Svo audvitad gaf hún mér símanúmerid sitt og hvatti mig til ad hringja í sig thegar ég kaemi aftur thangad eftir Krakáw. Svo loksins komst ég til Krakáw thar sem Marta og Mateuz tóku á móti mér, ungt par sem hóstudu mig tvaer naetur. Vid fórum heim til Mörtu, átum braud og drukkum jardaberjasmoothie. Eftir smá tjill og sturtu skottudumst vid nidur í bae og hittum vini theirra á cozy Latino bar og drukkum thar einn bjór ádur en vid tókum smá hring í baenum ad naeturlagi og thau fraeddu mig um hitt og thetta. Svo fórum vid heim í háttinn. Naesta dag túristadist ég út um allar tryssur og hitti thau svo heima hjá Mateuz um eftirmiddaginn. Krakáw er sannarleg ein fallegasta borg sem ég hef séd. Svo ég minnist nú ekki á pólska fólkid sem er algjört gull. Thegar ég fór aftur á lestarstödina til
ad tryggja mér mida til Varsjár, skildi sölukonan audvitad ekki stakt ord sem ég sagdi, thá swoopadi annar pólskur bjargvaettur inn í myndina og endadi á ad labba med mig út um alla stödina í leit ad mida og tímatöflu. Ég er alveg gáttud á thví ad fólk skuli taka sér svona tíma til ad bjarga ferdalang í neyd. Thad er nefninlega svo audvelt ad snú sér í adra átt. Svo á laugardagskvöldinu hengum vid hjá Mateuz med furdulega hljódláta vini theirra sem reykti bara pípuna sína. Parid gerdi endalaust grín ad honum en hann svaradi nánast aldrei. Ég hló endalaust thetta kvöld ad steikta húmornum theirra og Robotchicken. Morguninn eftir fór ég eldsnemma af stad til Varsjá, ég spekkadi baeinn frekar og bjalladi í Ulu sem var á leidinni heim frá einskonar risaedlugardi med pabba sínum og systursyni. Svo ég hitti hana seinna um daginn og hún baud mér í pönnukökur og ég hitti fjölskylduna hennar. Ég var
einstaklega velkomin á thetta heimili, thau eru öll eins og Ula, vinaleg og opin. Litli Lukas, systursonurinn, var mjög hrifin af mér vegna thess ad ég var med risaedlu á bolnum mínum. Hann spjalladi hellings vid mig og ég reyndi hvad ég gat ad skilja hann án mikils árangurs. Eftir heimsóknina fórum vid Ula á local bar ad hitta vini hennar og fylgjast med byrjuninni á lokaleik Eurocup. Thau budu mér bjór eins og sannir vinalegir pólverjar thar sem ég var auralaus og hafdi gleymt kortinu mínu í ferdatöskunni sem var laest inni í locker á lestarstödinni. Eftir dágóda stund kvöddum vid vinina og heimsóttum adra vini hennar Ulu sem líka voru ad fylgjast med leiknum. Rétt fyrir leiklok thurfti ég svo ad kvedja lidid og skondra í naeturrútuna mína til Vilnius, Litháen. Ula fylgdi mér áleidis og svo thegar ég loksins kom á stödina aetladi ég ad ná í töskuna úr skápnum thegar fjandans skápurinn bidur mig um auka eyri. En ég gjörsamlega allslaus gjörsamlega panicka og thyt ad naesta lögreglu manni, nett kennd, alveg í öngum mínum bid ég hann ad redda mér svo ég missi ekki af rútunni. Hann gerir thad, fremur kaldur í bragdi og ég rétt nae rútunni upp á nokkrar mínútur. Steinsef fyrri part naeturinnar ádur en bandsett sólin tekur ad rísa rétt um hálf fjögur leytid. Kl 8 um morguninn er ég komin til Vilnius og skondra úr rútunni og hef mig til ad spekka baeinn. Eftir smá tíma fatta ég ad ég gleymdi bévítans vegabréfinu í rútunni, svo thegar ég fer ad henni er hún lokud og enginn thar. Ég bíd og vala um, spyr upplysingagelluna sem var engan vegin hjálpleg og ég veit ekki hvad í ósköpunum ég a ad gera. Thegar ég kem ad rútunni aftur maeti ég akkúrat bílstjóranum sem er ad fara ad keyra burt og rétt nae í rassgatid á vegabréfinu. Munadi engu ad ég hefdi sent thad aftur til Póllands, eitt á báti. En eftir ad ég róast tölti ég um baeinn og skoda mig um. Thetta er krúttlegur baer en alls ekki stór. Um kvöldid fór ég til theirra Vladas og Ingu, hjón á thrítugsaldri med tvaer daetur. Hjá theim var líka annar sörfer, thyskasti thjódverji sem ég hef hitt. Einstaklega skipulagdur og praktískur. Thar átti ég notarlegt kvöld og fór snemma í koju. Daginn eftir skutladi Inga mér nidrí bae og ég tók rútu til Riga, Lettlandi. Thegar ég kom thangad tók hún Vita á móti mér. Í sinni stórkostlega tómu íbúd. Konan er arkitekt sem hefur hreidrad um sig í albiludustu íbúd sem ég hef komid í. Thegar gengid er inn labbar madur inn örmjóan endalaust langan gang. Fyrst herbergid til haegri er eldhúsid thar sem er enginn matur. Einungis nokkrar kartöflur og haframjöl. Svo kemur klósettid og thar á eftir annad herberi med einni hillu og svefnsófa. Í endan á ganginum kemur svo stórt herbergi sem er svefnherbergid hennar og thar út á midju gólfier eitt rúm. Ekkert annad. Naegjusemin aveg í hámarki á thessu heimili. Svo audvitad er hún graenmetisaeta sem drekkur ekki og fílar reykelsi, jóga og er ekki med sjonvarp né tölvu. Thvílíkur karakter. Ég endadi á ad vera hjá henni 3 naetur thar sem mér tókst illa ad finna sófa-hóst í Tallinn. Hún tók mig med sér í smá rúnt út á land med mági sínum ad landi e-h stadar út í buska sem hún hefur keypt sér til ad byggja framtídar húsid sitt. Eftir merkilega veru hjá Vitu fór ég til Tallin og gisti thar hjá Lenu, afar indaelli, eistneskri gellu. Svo komst ég loksins yfir sundid og endadi í Helsinki thar sem litla rassgatid hún Sigrún tók á móti mér med afmaeliskvedju. Thad var of notarlegt ad hanga med bestu vinkonunni á afmaelisdaginn thó svo vid gerdum lítid annad en ad dröslast med litlu vesenis íslendingana sem voru med henni á námskeidi í Finnalandi vikurnar ádur. Í afmaelis kvöldmat bordadi ég Falafel og gaeti ekki verid sáttari med thad. Nú er ég ordin svo gömul ad ég tharf ekki lengur neitt hringl út af thessum degi frekar en ödrum. Bara gott fólk í kringum mig og ég er sátt. Á sunnudeginum fórum vid á nylistasafnid, tjilludum og spjölludum, átum gódan mat og fórum í sauna. Á mánudeginum thegar gríslingarnir voru farin aftur til Íslands hittum vid Essi, finnska vinkonu frá Kanada og eyddum deginum med henni í rólegheitum. Svo var thad mestmegnis hángs og rólegheit án allra áhyggja thar til Sigrún flaug svo heim til Íslands og ég tók lest til Mikkeli thar sem Essi byr núna. Thar var ég tvaer naetur og naut thess sannarlega ad vera mes Essi. Svo núna á föstudaginn tók ég rútu til Jyväskalä, og hitti Reettu, önnur finnsk vinkona frá Kanada. Fyrsta kvöldid var mega tjill, leigdum tvaer myndir og átum bland í poka. Finnar eru heimsmeistarar í bland-í-poka úrvali. Í gaer fór Reetta ad vinna og ég gerdi mest lítid, edna lítid ad sjá í thessum litla bae. En um kvöldid var grill teiti hjá vinum theirra Reettu og kaerasta hennar og vid skrölludum langt fram á nótt. Í dag erum vid búin ad mygla mestmegnis en kíktum thó adeins út í göngutúr út á höfn og keyptum ís. Á morgun flyg ég svo til London án frekara frahalds. Ég veit jafn vel og thid hvar ég verd núna á thridjudaginn. Surprise!!

1 comment:

Unknown said...

omg birnz,
thad var awesome að hitta þig gjells:*!;)þúst, hlakka ógisslega til að sjá þig;) :D næst eða eikkað!:*
lov, mega gegkt eikkað - S.littla!:*