Sunday, August 24, 2008

Lífid í Amsterdam

So far so good. Ég er sannarlega ad fíla mig í Amsterdam. Thad sem ég hef verid ad bauka undanfarid er audvitad vinna frekar mikid, stundum of mikid, ég get verid ansi mikill vinnualki ef ég leifi mér. En ég er núna ad reyna ad draga úr thví, thar sem ég tharf í raun alls ekki ad vinna neitt rosalega til ad lifa gódu lífi hér án thess ad nota spariféd. Ég er loksins komin med hjól og get thví hjólad um allar tryssur eins og sannur hollendingur. Fyrstu helgina mína kom Riki í heimsókn, félagi minn frá thví í Madrid. Hann var hér í tvo daga og vid spekkudum naeturlífid í sameiningu sem olli audvitad óstoppandi threytu alla naestu viku. En fyrir utan thad thá hef ég verid róleg á kantinum, er mest bara ad hanga og spjalla vid herbergisfélaga mína, spila med theim wii og kíki af og til í heimsókn til vina minna sem ég var hjá í rúma viku ádur en ég flutti í íbúdina mína.
Satt ad segja hef ég lengi hlakkad til ad búa ein og thurfa ad spjara mig alveg frá A - O. En thad er vodalega lítil breyting finnst mér, ef til vill vegna thess ad ég hef lengi verid ad ferdast og audvitad thurft ad eiga vid allskonar skít á eigin spýtur. Thad eina sem ég er frekar mikid léleg í og kemur kannski engum á óvart er ad elda. Ég hef eldad einu sinni á thessum thremur vikum sem ég hef núna búid í placinu. Keypti sídast í matinn fyrir 2 vikum. Svo ef einhver er med mega nice, einfalda og skemmtilega mataruppskrift sem vill deila med mér thá endilega látid vada! Nú vantar mig eldamennsku módur minnar...

Svo thannig er nú thad, engar aesifréttir frá mér um thessar mundir. Komin i rútínu líf aftur í smá stund og hef nú gódan tíma til ad plana Sudur-Ameríku aevintýrid mitt sem ég stefni á eftir nokkra mánudi.

Alles goed? Ja, en met jou?
Ja is goed.

Mér finnst gaman ad laera hollensku.

7 comments:

OlgaMC said...

ég hef mjög takmarkaða hæfileika í eldhúsinu og finnst mjög leiðinlegt að elda.

það sem mér finnst hins vegar þægilegt að gera er að sjóða hrísgrjón (getur líka verið núðlur eða það sem þér finnst best) og svo ég get einfaldlega steikt hvað sem er á pönnu til að hafa með því. svo er gott að hafa soya sósu með aðeins til að bragðbæta.

mjög einfalt og meiri næring en í pasta með tómatsósu.

Ljóni said...

Settu saxaða tómata í pönnu og láttu þá sjóða aðeins. Settu ost ofan á og borðaðu það eins og botnlausa pítsu!

Nú ætla ég að hitta systur þína á babalú!!!

Anonymous said...

Mín bara farin að slá um sig á hollenskunni, þetta líkar mér! ég skal setja eitthvað matarkyns saman sem þú getur mallað! Ég er vissulega búin að láta boð út ganga að ef það verður flutningur til Amsterdam þá á ég hann!!!! Love, mamma

Unknown said...

Einfalt að elda: Tortillas. Mjúkar.

getur sett hvað sem er inn í þær:
hrísgrjón, hakk, kjúlla, maísbaunir
bakaðar baunir, kál, tómata, papriku
gúrku, sýrðan rjóma, salsasósu, ost
avokado, lauk, kúrbít, eggaldin..

eiginlega bara hvað sem er - rúllað því inn.
Borða með bestu lyst.
love, Eyfjörð

Salóme said...

Það er megaeasy að skera bara allskonar grænmeti og láta það á pönnu, og svo geturðu bara kastað hvaða kryddi sem þú átt yfir.
Ef þú lætur ekstra mikið af tómötum ertu bara komin með ýkt góða pastasósu.

-Ég trúi því ekki að þú sért að fara til suður ameríku.
Þú átt alla mína öfund.

gunnur said...

Hæ þú.
Bara smá update. Ef þú ferð aftur á Evrópuflakk þá er ég núna í München. Velkomin.

Thüss. Gunnur

Anonymous said...

blogga meira!
nenni ekki að vera í óvissunni um hvað þú ert að flaða þarna úti!
lovelovelovelovelovelove..!!