Monday, November 24, 2008

Enn á lífi og lifi vel

Mér finnst alveg nett skuggalegt hvad ég thjáist ekki af heimthrá. Ég er núna búin ad vera í burtu í taepa 9 mánudi. Thegar ég kom fyrst til Amsterdam thá fann ég strax til einhverrar einkennilegrar heima tilfinningu. Samt er ég ekki alveg viss hvad thad er, hvort thad sé borgin sem slík eda tilfinningin af komandi ómetanlegum mómentum med fallegu fólki. Thad hafa ýmsar breytingar átt sér stad í lífi mínu undanfarid og mest allt til hins betra. Nina flutti hingad fyrir einum og hálfum mánudi og heppilega naeldi sér í herbergi í íbúdinni minni. Thad er búid ad vera mikid glens og grin hjá okkur med yndislega thýska blóminu okkar, henni Fleur, sem byr lika med okkur. Sérstaklega thegar fílupúkinn og einmanna noldursekkurinn hann David, hinn herbergisfélagi okkar, fór til bandaríkjanna í thrjár og hálfa viku.
Mikil gledi einnig í nýju vinnunni minni, loksins komin úr skítaholunni Damrak, argentínsku veitingastadurinn sem ég hef unnid á sídan ég kom hingad fyrst. Samstarfsfólkid thar er yndislegt og alltaf eitthvad spaugilegt ad koma upp á. En thetta er bolvud mafía sem er drullusama um starfsfólkid sitt og ég var algjorega komin med upp í kok af thví. En núna er ég farin ad vinna á bar, Players (don't laugh), og fíla mig thar í raemur.
Thad sem ég veit um framhaldid er audvitad ekki neitt. En hugmyndin er ad vera hér fram í naesta ár og halda svo til S-Ameríku med riddaranum mínum.
En núna er ég ad míga í braekurnar minar svo ég aelta ad thjóta í gomlu vinnuna mina og pissa thar thar sem ég á ekki 20 sent til ad borga á bókasafnsklósettinu.